154. löggjafarþing — 106. fundur,  6. maí 2024.

framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ.

1095. mál
[16:12]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Rétt örstutt í viðbót varðandi persónuverndina. Er framkvæmdanefndin t.d. til þess bær að vera vinnsluaðili þessara upplýsinga? Getur hún borið ábyrgð á þessari vinnslu eða þyrfti að leita atbeina einhverra annarra stjórnvalda varðandi það? Ég held að það sé eitthvað sem við þurfum að skoða á milli nefndar og ráðuneytis núna í þinglegri umfjöllun.

Mig langar líka að spyrja varðandi 5. gr. frumvarpsins þar sem framkvæmdanefndin getur ákveðið að fela einstaka nefndarmönnum eða starfsfólki nefndarinnar eða öðrum fullnaðarafgreiðslu mála. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra: Hvers vegna þarf svona mikið framsal frá þessu fjölskipaða stjórnvaldi til einstaklinga? Er þetta besta leiðin til að tryggja hagsmuni almennings?

Og svo langar mig að spyrja örstutt varðandi 11. gr. sem snertir kosningalög. Þar er verið að leysa allar skrúfur varðandi kjörgengi til sveitarstjórnarkosninga 2026, en ég velti fyrir mér: (Forseti hringir.) Hefur það verið skoðað almennilega? Þetta hljómar pínu glannalega ef maður er íhaldssamur varðandi kjörgengi, en þyrfti þá ekki alveg (Forseti hringir.) eins að skoða kosningaréttinn? Af því að væntanlega leysist fólk úr heimabyggð, alveg eins kjósendur og þeir sem í framboði eru.

(Forseti (ÁsF): Forseti biður þingmenn um að gæta að ræðutímanum.)